• Forsíða
  • Safnið
    • Um safnið
    • Starfsfólk
    • Styrktaraðilar
  • Munir
  • Myndir
  • Tenglar
  • Hér má sjá minjar um horfna verkmenningu, veiðarfæri, verkfæri og ýmsan búnað sem tilheyrði línuútgerð vélbáta á síðustu öld.
Find out more

dsc04874

Aftur í albúm

« Fyrri mynd Næsta mynd »

Handbörur. Saltfiskbörur. Þegar saltfiskurinn var þurrkaður var hann tekinn úr stakknum og staflað á svona börur sem tveir báru á milli sín til að dreifa honum um fjöruna. Best var að breiða fiskinn þar sem gróf möl var í fjörunni og enginn sandur. Mölin var alltaf hrein, sjórinn sá um það. Til að nýta plássið var fiskinum raðað vandlega. Honum var snúið um miðjan dag ef þurrkur hélst. Ef fór að rigna þurfti hraðar hendur að taka saman og stakka. Þá var hlaðið eins og komst á börurnar og hlaupið með þær.

Útgerðarminjasafnið á Grenivík

  • Sæland 2
  • 610 Grenivík
  • Tel. +354 861 5524
  • bjornai@internet.is