RAKSTURSKEPPNI

 

Þeir standa í aðgerð svilarnir á Oddgeir Jóhannsson á Hlöðum og Stefán Stefánsson á Miðgörðum.

„Þetta bítur ekki á blautan skít hjá þér, Stefán“ segir Oddgeir.

Hinn þykist nú líklega kunna að brýna á við hvern sem er og svarar fullum hálsi. Hann segir að sé leikur einn að raka sig með hnífum sem hann hafi brýnt.

Þannig metast þeir. Fullyrðingarnar magnast orð af orði og síðast er ekki nema ein leið til að skera úr um hvorum bíti betur. Þeir verða ásáttir um að sá sem geti rakað sig með sínum hníf sé betri að brýna.

Stefán hættir ekki fyrr en rakstri er lokið og stendur því uppi sem sigurvegari. Sýnu skrautlegri er hann þó í framan en Oddgeir sem hefur játað sig sigraðan og hætt í miðjum rakstri. (Bein úr sjó, 65).