Gripur úr safninu

 

 

SJÓHATTUR

Sjóhattur, sjóstakkur og bússur voru staðalbúnaður allra sjómanna langt fram á 20. öld. Sjóhatturinn var nauðsynleg vörn í ágjöf, vatnsheldur og náði niður fyrir hálsmál sjóstakksins að aftan, bundinn undir kverk ef með þurfti.

Stundum var hann kallaður suðvesti í takt við heiti hans á nágrannamálunum,  e: sou'wester, d: sydvest, þ: südwester.

Ekki mátti snúa sjóhattinum öfugt, þá rauk hann upp með hvassviðri.