Enginn titill

Harðfiskdagur verður sunnudaginn 1. september kl. 16-18.

Harðfiskur verður barinn á fiskasteininum og hausar verða rifnir eftir kúnstarinnar reglum. Hægt verður að bragða á kerlingarsvuntum, bjöllufiski og kinnfiski og renna öllu niður með smjöri og viðeigandi drykkjum bæði fyrir börn og fullorðna.
Allir eru velkomnir. Svona tækifæri gefst ekki nema einu sinni á ári.