Harðfiskdagur

Harðfiskdagurinn tókst með ágætum og átti blítt veður stóran þátt í því. Fiskurinn sem við fengum hjá Ektafiski í apríl og hengdum upp bragðaðist einstaklega vel.

Í gestabókina skrifuðu 54 en margir gleymdu því svo líklega hafa gestir verið nær 70. Nokkrar myndir eru á myndasíðunni undir Hátíðahöld.