Atvinnu- og þróunarnefnd nr. 4

11.02.2015 00:00

Fundur nr. 4

Fundur  í atvinnu- og þróunarnefnd haldinn í Gamla skólanum 11. febrúar 2015 kl. 17:00.

Mættir: Guðný , Haraldur, Bára, Bjarni, Benedikt og Oddný. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

  1. Fundagerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
  2. Gamli skólinn. Áframhaldandi umræða um nýtingu á húsinu og framtíðarhlutverk þess.
  3. Guðný ræddi við Hermann Gunnar um verkefni sem hann hefur unnið fyrir sveitarfélagið sem snýr að því að kortleggja og merkja helstu gönguleiðir á fjöll í sveitarfélaginu. Í samráði við hann var ákveðið að bíða með áframhaldi vinnu þar til bókin hans hefur komið út og meta stöðuna þá.
  4. Armbandsverkefnið. Skólarnir sýna því verkefni áhuga og tók Guðný það að sér að skoða framkvæmd þess nánar.
  5. Fjarskipti. Rætt um slæmt ástand fjarskipta í sveitarfélaginu og beinir nefndin því til sveitastjórnar að hún beiti sér fyrir því að þau mál komist í betra lag.
  6. Þróun sveitafélagsins. Rætt um þróun sveitarfélagsins og hvernig nefndarmenn sjái það fyrir sér á komandi árum.
  7. Næsti fundur ákveðinn 25. mars klukkan 17:00.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:30.


Fundarritari: Oddný